Um okkur
Við búum yfir meira en 15 ára reynslu og höfum smíðað mörg þekkt og vinsæl öpp. Við erum samheldið teymi með ólíkan bakgrunn en sama markmið: Að smíða vandaðar og notendavænar lausnir sem einfalda daglegt líf viðskiptavina okkar – og viðskiptavina þeirra.
Framúrskarandi vinnuumhverfi
Stokkur leggur mikla áherslu á jafnvægi þannig að starfsmenn hafi sveigjanleika og getu til þess að samræma vinnu og einkalíf. Við leggjum okkur fram við að eiga opin samskipti og skapa umhverfi án aðgreiningar þar sem öllum finnst þeir tilheyra. Við styðjum vöxt og þróun starfsmanna okkar.
Fólkið á bak við Stokk
Við trúum því að vinna eigi að vera skemmtileg og krefjandi og viljum að vinnustaðurinn okkar sé góður staður til að vera á. Þú getur kynnst okkur aðeins betur með því að hlusta á þemalög lífs okkar.
Við leitum að hæfileikaríku fólki
Hefur þú brennandi áhuga á framúrskarandi notendaupplifun og vilt vinna með fólki sem hugsar eins? Teymið okkar lærir nýja hluti á hverjum degi og tekur þátt í spennandi þróun og ákvarðanatöku af krafti og ástríðu. Skoðaðu tækifærin hjá góðvini okkar Alfreð.