Hæ!
settings icon
bg image

Hönnunarsprettur

Stokkur hefur boðið upp á hönnunarspretti til margra ára með frábærum árangri. Með þeirri aðferð hjálpum við viðskiptavinum að svara spurningum og taka ákvarðanir á 5 dögum sem annars gæti tekið marga mánuði. Hönnunarsprettirnir okkar hafa þróast mikið í gegnum árin en við aðlögum hvern og einn að kröfum viðskiptavina til að hámarka árangurinn og tryggja sameiginlega sýn á verkefnið.

Panta hönnunarsprett

Það eru ferli
alls staðar

Dagur 1: Hugmyndavinna

Við byrjum á hugmyndavinnu þar sem áherslan er lögð á að allar hugmyndir séu lagðar fram, bæði grunnvirkni og framtíðarvirkni. Hér viljum við að hugmyndirnar flæði fram, sama hversu langsóttar þær kunna að vera. Við núllstillum okkur og hópurinn kynnist. Við setjum sameiginleg markmið og ákveðum hvað við viljum fá út úr sprettinum.

Dagur 2: Forgangsröðun

Við forgangsröðum hugmyndum til að fá sem besta mynd af því hvað fyrsta útgáfa af appinu/lausninni þarf að innihalda. Öll í teyminu fá tækifæri til að sýna sínu listrænu hæfileika við að teikna sínar hugmyndir að útliti appsins/lausnarinnar.

Dagur 3: Hönnun og skjölun

Starfsmenn Stokks hefjast handa við að skjala öll gögn frá fyrstu dögunum. Hönnuður okkar byrjar á frumgerð appsins/lausnarinnar, sem byggir á þeim gögnum sem liggja fyrir og umræðunum sem hafa átt sér stað.

Dagur 4: Notendaprófanir

Notendaprófanir eru framkvæmdar á frumgerðinni. Þessar notendaprófanir hafa undantekningarlaust skilað verðmætum athugasemdum sem mikilvægt er að taka tillit til áður en frekari þróun hefst. Með þessari nálgun sparast tími og kostnaður við hönnun og þróun.

Dagur 5: Umbætur og kynning

Á síðasta degi býður Stokkur þátttakendum hönnunarsprettsins á kynningu þar sem farið er yfir vikuna, niðurstöður og lærdóm. Við kynnum frumgerðina, niðurstöður notendaprófana og tillögur að umbótum út frá þeim. Svo fögnum við vel heppnuðum hönnunarspretti í lok dags!

Umsagnir viðskiptavina sem hafa ferðast í gegnum hönnunarsprett með okkur.

Austurbrú

„Það er allt hægt“ ættu að að vera einkunnarorð Stokks. Með þau orð að leiðarljósi hófst spretturinn. Leiðarvísirinn var skýr en hvetjandi. Umgjörðin fagleg og fumlaus og það fór ekki mínúta til spillis. Huggulegt umhverfi og vinalegt viðmót Stokksliða skapaði traust og þægilegt vinnuumhverfi. Konfektið var gott kaffið enn betra og það var alltaf gaman.

Berglind Einarsdóttir, verkefnastjóri

Desember 2022

Vsolve

Við hjá Vsolve höfum verið að vinna að því að þróa yfirgripsmikla hugbúnaðarlausn en við þurftum aðstoð sérfræðinga til þess að skilgreina hvaða eiginleika frumgerðin þyrfti. Við höfðum samband við Stokk software og kíktum til þeirra í vinnustofu þar sem Helga Lóa og Valur tóku vel á móti okkur. Viðmótið, vinnuandinn og þekkingin var upp á tíu! Þau hjálpuðu okkur að ná utan um lausnina og í lokin höfðum við loksins skýra sýn á hvað þyrfti að vera í okkar frumgerð (MVP). Stokkur Software fær okkar bestu meðmæli! Takk fyrir okkur!

Egill Magnússon, framkvæmdastjóri

Apríl 2023

Bambaló

Bambaló teymið tók þátt í viku löngum hönnunarsprett með Stokk í sumar og úr því fæddist fyrsta demóið okkar.  Það var virkilega skemmtilegt að vinna með öllu teyminu, þau voru mjög áhugasöm um hugmyndina okkar og nálguðust hana á faglegan hátt.  Spretturinn sjálfur var vel skipulagður og interaktívur, mikill bónus að fá notendaprófanir inn í sprettinn.

Aníta og Rebekka, eigendur og stofnendur

Júlí 2023

Hugmynd að appi

Við höfðum samband við Stokk eftir að hafa gengið með hugmynd að forriti í þó nokkurn tíma. Eftir fyrsta fund vorum við staðráðnir að taka af skarið og taka þátt í hönnunarsprett. Við sáum þar að ferlið í heild virtist auðveldara en við höfðum séð fyrir okkur og að líklega myndum við fá svör við flestum þeim spurningum sem fyrir okkur höfðu vakið. Það reyndist svo sannarlega rétt því teymið sem vann með okkur var frábært. Engin vandamál, bara lausnir. Að vinna svona náið með fagmönnum í hönnun,forritun og verkefnastjórn lét hlutina gerast hratt og ásamt því að vinna að okkar hugmyndum fæddust einnig nýjar sem koma vonandi til með að bæta vöruna. Eftir eina viku gengum við út með frumgerð sem gerði okkur kleift að halda áfram að láta drauminn rætast. 

Frumkvöðlar

September 2023

bg image
Certification Badge 2023bg imagebg image

logo Footer

© 2024 Allur réttur áskilinn - Stokkur Software