Domino's
„Appið hefur verið mikilvægur þáttur í stafrænni vegferð Domino's. Notendur þess hafa góða yfirsýn, fá sérsniðna þjónustu, spara tíma og eru samstundis upplýstir um hvað Domino's hefur upp á að bjóða hverju sinni. Okkur er það augljóst að þróun appsins hefur verið jákvæð viðbót fyrir fyrirtækið og viðskiptavini og styður við betri þjónustu og gæði.“
Egill Þorsteinsson
Head of Digital Domino's Iceland
Domino's
Við höfum unnið með Domino's í meira en áratug. Markmið þeirra var að vera með fyrsta íslenska pizzuappið, veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og auka sölu. Megináherslan var að einfalda pöntunarferlið og hjálpa viðskiptavinum þannig að panta með eins fáum smellum og hægt er. Árið 2020 vann Domino's appið íslensku vefverðlaunin fyrir besta appið! Frá árinu 2012 hefur hlutfall stafrænna pantana farið úr 3% í 95% og er appið ábyrgt fyrir um helmingi þessara pantana, eða um 15–23 þúsund pöntunum í hverri viku.
Fjöldi pantana
15–23.000
*hverja viku
Hlutfall stafrænna pantana
95%
*helmingur í appi
Hvað segja pizzurnar um þig? Domino's bættist í hóp fyrirtækja sem buðu viðskiptavinum sínum í lok árs að líta yfir árið, sérsniðið að hverjum og einum notanda. Uppáhaldspizzurnar á árinu, hvað sparaðir þú margar mínútur í eldhúsinu og svarið við spurningunni „Hvaða týpa ertu?“ Tricky, Meaty, Sweetie, Blendy, Easy Peasy eða Cheesy. Verkefnið var samstarfsverkefni Datalab, Pipars\TBWA, Vettvangs og Stokks.
Notendur sem skoðuðu
48.588
Notendur sem deildu
1.750
*greiningargögn úr appi



Pantaðar pizzur í appinu
*frá 2012
Vinir okkar
Hér eru nokkrir viðskiptavina okkar. Við erum þakklát fyrir þétt samstarf og það mikla traust sem þau hafa sýnt okkur undanfarin ár.