Hæ!
settings icon
bg image

Verkefnin

Hér eru nokkur dæmi um öpp og lausnir sem hafa verið þróuð og gefin út hjá Stokki. Auðvelt aðgengi að þjónustu og upplýsingum skilar sér undantekningarlaust í ánægðari viðskiptavinum, hagræðingu í rekstri og aukinni sölu.

Við vinnum með fyrirtækjum og einstaklingum í að greina þarfir, hanna, þróa, prófa og dreifa og leggjum mikla áherslu á að byggja upp langtíma viðskiptasamband.

Fjármál

Öryggi er lykilatriði þegar lausnir eru smíðaðar fyrir fjármálaþjónustu. Traustar og einfaldar aðgerðir gera slíkar lausnir aðlaðandi fyrir notendur. Aur appið er dæmi um app sem gerir lífið einfaldara og notendum kleift að millifæra með eingöngu símanúmer viðtakanda í höndunum.

Happdrætti og leikir

Það skiptir máli að það sé gaman að taka þátt og einfalt að fylgjast með og kaupa. Það skiptir líka máli að passa að upp á að notendur missi örugglega ekki af tækifæri til að vera með í lottópotti sem er kominn yfir 50.000.000 kr. Við gerðum fyrsta Lottó appið hér á landi og annað fyrir getraunaleiki Lengjunnar.

Ráðningar og störf

Alfreð hefur vaxið og dafnað frá fyrstu útgáfu þar sem markmiðið var að hafa allar atvinnuauglýsingar á einum stað. Við höfum einnig útbúið tímaskráningarapp til að hjálpa starfsfólki að halda utan um vinnutímann sinn.

Samgöngur og ferðalög

Á ferðalagi er lykilatriði að vera vel upplýstur með gott aðgengi að upplýsingum og næstu skrefum. Við höfum smíðað app gagngert með það markmið að stuðla að öryggi vegfarenda á Íslandi, fyrir almenningssamgöngur, hleðslu rafbíla, flugferðir svo og ferðaþjónustuaðila til að tryggja aðgengi viðskiptavina að ferðaskjölum.

Smásala

Með því að bjóða notendum að versla í appi eða á netinu getur þú boðið upp á einfalt kaupferli og aukið þannig ánægju viðskiptavina þinna. Vilt þú panta mat heim að dyrum, leysa út lyf og fá þau heimsend eða greiða fyrir bílaþvottinn án þess að fara út úr bílnum – við höfum gert þetta allt.

Upplýsingaþjónusta

Sumar upplýsingar er mikilvægt að geta nálgast hratt og örugglega. Það sama á við um tilkynningar um ákveðnar upplýsingar. Veðrið er einn af þeim hlutum sem allir Íslendingar hafa áhuga á og vilja hafa upplýsingar um það við höndina, hvar og hvenær sem er.

Vildarþjónusta

Þegar þú vilt verðlauna viðskiptavini þína fyrir að versla við þig skiptir öllu máli að þau hafi á einfaldan hátt aðgang að þeim tilboðum og kjörum sem bjóðast. Við höfum aðstoðað fyrirtæki við að gera viðskiptavinum hátt undir höfði með því að bjóða þeim kostakjör í appi.

Viðskiptalausnir

Það er til mikils að vinna að einfalda ferla og gera aðgerðir sjálfvirkar, til dæmis með rafrænum skilum á gögnum eða upplýsingum um stöðu ákveðinna aðgerða. Við höfum komið að verkefnum eins og skannalausn fyrir Controlant og afladagbókum fyrir innlendan og erlendan markað.

bg image
Certification Badge 2023bg imagebg image

logo Footer

© 2024 Allur réttur áskilinn - Stokkur Software

;