Hæ!
settings icon
bg image

Stokkur – öppin sem þú þekkir

Við búum yfir 16 ára reynslu og höfum smíðað yfir 60 öpp. Mörg af þeim þekkt og vinsæl íslensk öpp á borð við Aur, Domino's, Strætó, Lottó og Alfreð. Við leggjum ríkulega áherslu á aðgengi og einfaldleika svo upplifun notenda af öppunum verði sem allra best.

Sérsniðnar lausnir fyrir þig

Við erum sérfræðingar í okkar fagi og vinnum af ástríðu til að einfalda líf fólksins sem notar öppin okkar og lausnirnar. Við höfum fallega hönnun og notendur í fyrirrúmi, það skilar margvíslegum ávinningi og auknum viðskiptum til viðskiptavina okkar.

Greining og ráðgjöf

Við vitum að fagleg vinnubrögð og gagnsæi eru lykilatriði í góðri greiningarvinnu. Við greinum þarfir viðskiptavina okkar á ítarlegan hátt með því markmiði að byggja upp gott og traust samstarf.

Hönnun

Við vitum að góð hönnun er undirstaða jákvæðrar notendaupplifunar. Til að auðvelda ákvarðanatöku búum við til frumgerð af appi áður en þróun og forritun hefst.

Þróun og dreifing

Við elskum að finna bestu mögulegu leiðina til að tengja fyrirtæki við viðskiptavini sína með nýjustu tækni svo þau geti veitt þeim þægilega og trygga stafræna þjónustu.

Mínar síður

Við setjum upp tölfræði fyrir appið þitt sem gerir þér kleift að fylgjast með og taka upplýstar ákvarðanir, byggðar á gögnum um uppfærslur, endurbætur og stuðning við notendur.

Rekstur og viðhald

Við vitum að öppin sem við framleiðum eru örugg og leggjum okkur fram um að þau uppfylli ítrustu kröfur notenda um persónuvernd og öryggi gagna. Til þess að fullvissa okkur um það sjáum við líka um viðhald og öryggisuppfærslur.

Hönnunarsprettur

Stokkur hefur boðið upp á hönnunarspretti til margra ára með frábærum árangri. Í gegnum þá hjálpum við viðskiptavinum að svara spurningum og taka ákvarðanir á aðeins 5 dögum sem annars gæti tekið marga mánuði. Hönnunarsprettirnir okkar hafa þróast mikið í gegnum árin en við aðlögum hvern og einn að kröfum viðskiptavina til að hámarka árangurinn og tryggja sameiginlega sýn á verkefnið.

bg image

Vinir okkar

Hér eru nokkrir viðskiptavina okkar. Við erum þakklát fyrir þétt samstarf og það mikla traust sem þau hafa sýnt okkur undanfarin ár.

friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
friends logo
bg image
Certification Badge 2023bg imagebg image

logo Footer

© 2024 Allur réttur áskilinn - Stokkur Software