Hæ!
settings icon
bg image

Þjónusta

Hver lausn er einstök. Hver notendahópur er einstakur. Til að lausn geti vaxið með notendum þarf að skilja þau og væntingar þeirra og við leggjum okkur fram við það, enda er það lykilskref í þróun góðrar vöru.

Við höfum mikla þekkingu og reynslu af Agile aðferðafræði og aðlögum vinnuna að viðskiptavinum okkar út frá því hvar þau eru stödd á sinni vegferð. Við viljum gefa út metnaðarfullar viðbætur og fá reglulega endurgjöf til að gera góðar lausnir enn betri með nýjum útgáfum.

Pencil Animation

Greining og ráðgjöf

Við gerum hugmynd að veruleika! Það eru til lausnir á öllu og okkur finnst afar mikilvægt að skilja hvað það er sem viðskiptavinir okkar vilja ná fram. Með sameiginlegum skilningi náum við metnaðarfullum markmiðum.

bg image

Hönnunarferli

Þróunarferli okkar er hönnunardrifið. Við leggjum áherslu á að hönnuður okkar hafi tíma til að hanna og þróa viðmót með viðskiptavinum okkar áður en við byrjum að forrita. Við vitum hversu mikilvægt það er að ná utan um flæði og viðmót strax í upphafi og tryggja þannig að þróunarkostnaði sé haldið í lágmarki. Hönnunarferlið endar með frumgerð af lausninni fyrir viðskiptavini okkar.

Þróun og dreifing

Þegar hönnun hefur verið samþykkt hefst þróunarferlið. Við erum með framúrskarandi teymi „cross platform“ Flutter forritara. Teymið hefur einnig víðtæka þekkingu og reynslu af „native“-forritun á öppum (iOS: Swift, Objective -C, Flutter; Android: Java, Kotlin, Flutter). Við innleiðum eftir þörfum bakenda (Java, Kotlin, Spring Boot) sem sér um samskipti milli mismunandi kerfa, til dæmis utanaðkomandi þjónustu og endapunkta, sem og geymslu nauðsynlegra gagna (gagnagrunnar: mySQL, hýsing: Google Cloud, Kubernetes, Docker)

Mínar síður

Við setjum upp tölfræði fyrir appið þitt sem gerir þér kleift að fylgjast með því meðal annars hversu margir sækja appið, hversu margir daglegir/vikulegir/mánaðarlegir notendur, hvernig skipting er milli stýrikerfa auk þeirra mælikvarða sem skilgreina árangur. Þessi gögn eru grunnur gagnadrifinna ákvarðana um virkni og notendaupplifun.

Rekstur og viðhald

Uppfærslur og viðhald er mikilvægur hlekkur í því að tryggja að öpp séu eins örugg og kostur er. Einnig þarf að fylgjast með breytingum sem verða í App- og PlayStore og tryggja að kóði fyrir app sé uppfærður fyrir framtíðarviðbætur og þróun. Við fylgjumst stöðugt með raunumhverfi til að leysa vandamál sem gætu haft áhrif á notendur hratt og vel.

Hönnunarsprettur

Stokkur hefur boðið upp á hönnunarspretti til margra ára með frábærum árangri. Í gegnum þá hjálpum við viðskiptavinum að svara spurningum og taka ákvarðanir á aðeins 5 dögum sem annars gæti tekið marga mánuði. Hönnunarsprettirnir okkar hafa þróast mikið í gegnum árin en við aðlögum hvern og einn að kröfum viðskiptavina til að hámarka árangurinn og tryggja sameiginlega sýn á verkefnið.

bg image
house Animation
Certification Badge 2023bg imagebg image

logo Footer

© 2024 Allur réttur áskilinn - Stokkur Software

;